Heimili fasteignasala
Um okkur

Um Heimili fasteignasölu

Heimili fasteignasala var stofnuð árið 2002 af Finnboga Hilmarssyni fasteignasala. Eigendur í dag eru auk hans þeir Brynjólfur Snorrason og Ragnar Þorgeirsson, báðir fasteignasalar.

Við gerum okkur fulla grein fyrir því hve stór og mikil ákvörðun það er þegar haldið er af stað í sölu eða kaupferli á fasteign. Þess vegna höfum við frá upphafi lagt mikla áherslu á vönduð og örugg vinnubrögð í öllu ferlinu.  Við leggjum áherslu á hátt þjónuststig og greiðan aðgang að starfsmönnum, nánast hvenær sem er. Fasteignakaup geta vissulega reynt á, en ferlið getur verið bráðskemmtilegt ef vel er utan um það haldið allt frá byrjun.  Starfsmenn í dag eru 11 talsins og eru þar af tíu löggiltir fasteignasalar, allt vel menntað og reynslumikið starfsfólk sem er tilbúið til að leggja mikið á sig til að uppfylla þarfir viðskiptavinanna.
 

Heimili fasteignasala ehf.
kt. 410702-2820
Grensásvegur 3, 2. hæð, 108 Reykjavík.
VSK númer Heimili fasteignasölu er: 75790.

Heimili fasteignasala - á traustum grunni.