Um okkur

Um Heimili fasteignasölu

Heimili fasteignasala var stofnuð árið 2002 og er verður því 18 ára í vor. Fyrirtækið tók þátt í þeirri uppsveiflu sem varð á fasteignamarkaðnum og hefur stækkað, minnkað og stækkað í samræmi við það. Upphaflega opnaði fyrirtækið í Skipholti 29a á annari hæð í húsi sem oft er kennt við Opal sælgætisverksmiðjuna sem áður var þar til húsa. Í dag er fasteignasalan rekin í eigin húsnæði að Grensásvegi 3 í Reykjavík, en þar hefur það verið síðan 2016. Útibú er frá fyrirtækinu á Höfn í Hornafirði. Starfsmenn í dag eru níu talsins og eru þar af sjö löggiltir fasteignasalar. Heimili er í Félagi fasteignasala og hefur verið frá stofnun.

Eigendur Heimili fasteignasölu, og rekstraraðilar, eru Bogi Pétursson og Finnbogi Hilmarsson báðir löggiltir fasteignasalar. Báðir hafa unnið lengi við fasteignasölu, Bogi frá 1997 og Finnbogi frá 1994. Finnbogi hefur síðastliðin ár verið í stjórn Félags fasteignasala og er núverandi varaformaður félasins.  Við gerum okkur fulla grein fyrir því hve stór og mikil ákvörðun það er þegar haldið er af stað í sölu eða kaupferli á fasteign. Þess vegna höfum við frá upphafi lagt mikla áherslu á vönduð og örugg vinnubrögð í öllu sölu eða kaupferlinu. Við leggjum áherslu á hátt þjónuststig og greiðan aðgang að starfsmönnum, nánast hvenær sem er. Fasteignakaup geta vissulega reynt á, en ferlið getur verið bráðskemmilegt ef vel er utan um það haldið allt frá byrjun.Við bjóðum nýja og gamla viðskipta vini ávallt velkomna til skrafs og ráðagerða og höfum alltaf gott kaffi á könnunni.

Heimili fasteignasala ehf.
kt. 410702-2820
Grensásvegur 3, 2. hæð, 108 Reykjavík.
VSK númer Heimili fasteignasölu er: 75790.

Heimili fasteignasala - á traustum grunni.