Vogasel 9, Reykjavík
Tilboð
Einbýlishús
6 herb.
488 m2
Tilboð
Stofur
3
Herbergi
6
Baðherbergi
5
Svefnherbergi
7
Byggingaár
1979
Brunabótamat
133.000.000
Fasteignamat
110.500.000
Sjá allar myndir stórar DEILA Senda á vin Sækja sölubækling


Heimili fasteignasala kynnir í einkasölu:  Vogasel 9 - stórglæsilegt einbýlishús á rólegum stað neðst í Seljahverfinu.

Húsið, sem er byggt árið 1979, er upphaflega hannað fyrir listamenn þar sem hluti húsnæðisins er íbúðarrými og hluti vinnustofa.  Skipulagi hússins hefur verið mikið breytt og það lagað á síðustu árum. Í dag er í húsinu stór aðalíbúð og hljóðupptökuver/vinnustofa ásamt herbergjum sem hafa verið nýtt með tilheyrandi aðstöðu fyrir gestkomandi listamenn. Húsnæðið, sem er 489 fm, skiptist um það bil þannig: Aðalíbúð 213 fm. Bílskúr 26 fm. Upptökuver og gistiaðstaða 250 fm.

Aðalíbúðin var endurgerð árið 2013, hönnuð af Krads arkitektum, og skiptist þannig: Komið er inn á anddyri. Gestasnyrting með glugga. Stór stofa og borðstofa, gengið út á stóran aflokaðan sólpall. Eldhús er opið við stofuna,  innrétting með  marmaraplötu. Innaf eldhúsi er þvottahús. Á allri hæðinni er harðparket á gólfi. Gengið er upp á efri hæð íbúðarinnar úr holi. Þar er komið upp á teppalagðan gang eða vinnusvæði. Stór björt stofa með teppi á gólfi, mikil lofthæð og fallegt útsýni. Barnaherbergi með parketi á gólfi. Unglingaherbergi með parketi á gólfi, innaf er sérbaðherbergi. Hjónasvíta með parketi á gólfi, mikil lofthæð, fataskápar, gengið út á svalir í suður, stórt baðherbergi er innan hjónasvítunnar, það er flísalagt í hólf og gólf, falleg innrétting, baðkar og sturta

Gistirýmið er á hluta annarar hæðar og var útbúið árið 2007. Þar eru þrjú svefnherbergi og baðherbergi, allt endurgert. Tenging er frá þessu rými við eldhús sem er á neðri hæðinni.

Hljóðupptökuverið/vinnustofan er öll jarðhæðin og hluti annarar hæðar (vinnustofa) var endurgerður á árunum 1999-2000, og síðasti hlutinn 2007. Hér eru nokkur sérhæfð vinnu-og tækjarými, hljóðklefar, tveir stórir upptökusalir, stórt eldhús  o.fl.
Almennt: Húsið var lagað og viðgert að utan 2019, m.a. þakkanntur, þak yfirfarið o.fl. Hiti er í innkeyrslu. Baklóð, sólpallar o.fl. var endurnýjað 2015-2017. Stutt er í skóla og leikskólar, ÍR svæðið og mikið af leiksvæðum og náttúru eru í nágrenninu. Barnvænt umhverfi þar sem göngu og hjólastígar eru og lítil bílaumferð.

Verið er að selja fasteignina, en einnig kemur til greina að selja með alla sérhæfða hluti sem eru hljóðverið sjálft. Fyrirliggjandi er nákvæmt yfirlit yfir allar framkvæmdir sem gerðar hafa verið í húsinu ásamt upplýsingum um þann hluta sem tilheyrir hljóðverinu. 

Hafið samband og bókið skoðun á þessu glæsilega húsi.

Allar frekari upplýsingar veitir Finnbogi Hilmarsson, fasteignasali, finnbogi@heimili.is, 895-1098.

Sækja sölubækling

Vinsamlegast fyllið út formið hér fyrir neðan!

CAPTCHA code


Finnbogi Hilmarsson
Löggiltur fasteignasali