Suðurgata 35, Reykjavík
125.000.000 Kr.
Einbýlishús
7 herb.
268 m2
125.000.000
Stofur
2
Herbergi
7
Baðherbergi
3
Svefnherbergi
5
Byggingaár
1926
Brunabótamat
76.850.000
Fasteignamat
138.850.000
Sjá allar myndir stórar DEILA Senda á vin Sækja sölubækling

Fágætt tækifæri í 101-Reykjavík.
Heimili fasteignasala kynnir fallegt einbýlishús á eignarlóð í miðborginni, tvær hæðir, kjallara og bílskúr alls 268,3 fm. Fimm svefnherbergi, skjólgóður pallur og svalir út af hjónaherbergi. Húsið, sem er byggt 1926, hefur haldið upprunalegu útliti
en þakjárn og utanhússklæðning verið endurnýjuð.  Þá eru gluggar endurnýjaðir í upphaflegri mynd en með hljóðeinangrandi gleri. Hver hæð hússins er um 75 fm. Bílskúrinn er 43,2 fm,  þar hefur verið útbúin aukaíbúð auk geymslurýmis.
     
- Við skipulagsbreytingar hefur dregið verulega úr umferð um Suðurgötu.

Nánari lýsing:
Komið er inn á aðalhæð hússins.  Þar eru gott hol, tvær samliggjandi stofur, eldhús og gestasnyrting.
Forstofa með flísum á gólfi.
Gestasalerni við hlið forstofu. Flísar á gólfi. Gluggi.
Rúmgott hol með stiga upp á efri hæð og í kjallara.  Stigahandrið og stór gluggi, í upprunalegum stíl, setja virðulegan svip á hæðina.  
Stofa og borðstofa eru í björtu alrými, parket á gólfi og gluggar á þrjá vegu. 
Eldhús er opið frá borðstofu og holi.  Hvít innrétting og linoleum dúkur á gólfi.  

Á efri hæð er hol, tvö rúmgóð herbergi, stórt fataherbergi og baðherbergi. Parket á gólfum.
Hjónaherbergi er stórt, með glugga á tvo vegu og útgang á svalir til suð-austurs, útsýni í átt að Tjörninni.  
Fataherbergi er óvenju stórt, með glugga og er innangengt úr hjónaherbergi.  Mögulegt að breyta inngangi og nýta sem svefnherbergi, líkt og upphafleg teikning gerir ráð fyrir.
Herbergi sem nýtt er sem sjónvarps- og vinnustofa.  Rúmgott og hlýlegt undir súð.
Baðherbergi flísalagt í hólf og gólfbaðkar og góðir gluggar.

Í kjallara eru þrjú svefnherbergi, þvottahús, baðherbergi og geymsla.
Innangengt er í kjallara en einnig sér inngangur sem skapar möguleika til útleigu.
Forstofa með flísum á gólfi.  Veggir nýlega múraðir.
Herbergi I með með flísum á gólfi
Herbergi II með flísum á gólfi (nú notað sem geymsla)
Herbergi III mjög rúmgott með flísum á gólfi.
Þvottahús og baðherbergi inn af því.  
Geymsla með hillum og skáp

Gróinn garður og stór verönd.  Einstök eign í miðbænum og fágætt tækifæri til að komast í vel haldið hús í upprunalegri mynd.

Allar upplýsingar veitir Ragnar Þorgeirsson, löggiltur fasteignasali, í síma 774 7373 eða ragnar@heimili.is
 

Sækja sölubækling

Vinsamlegast fyllið út formið hér fyrir neðan!

CAPTCHA code


Ragnar Þorgeirsson
Löggiltur fasteignasali / viðskiptafræðingur