530-6500

Bogi Pétursson

Lögg. fasteignasali

Finnbogi Hilmarsson

Lögg. fasteignasali

Fyrirtækið

Heimili fasteignasala - á traustum grunni.

Hér eru upplýsingar um starfsmenn fyrirtækisins. Neðar á síðunni má svo finna upplýsingar um fyrirtækið.

Finnbogi Hilmarsson Löggiltur fasteignasali 895-1098 / 530-6501 finnbogi@heimili.is
Bogi Molby Pétursson Löggiltur fasteignasali 699-3444 / 530-6506. bogi@heimili.is
Guðbjörg Gylfadóttir Blöndal Löggiltur fasteignasali 530-6509 gudbjorg@heimili.is
Ásdís Í. Sigurðardóttir Aðstoðarmaður fasteignasala 530-6500 asdis@heimili.is
Brynjólfur Snorrason Löggiltur fasteignasali 896-2953 / 530-6511. brynjolfur@heimili.is
Gunnlaugur A. Björnsson Löggiltur fasteignasali 617-5161 / 530-6507 gab@heimili.is
Jón M. Bergsson Löggiltur fasteignasali / hdl. 777-1215 / 530-6504 jon@heimili.is
Ragnar Þorgeirsson Viðskiptafræðingur, nemi í löggiltingu fasteignasala 774-7373 / 530-6512 ragnar@heimili.is

Um Heimili fasteignasölu


Heimili fasteignasala var stofnuð árið 2002 og er fyrirtækið því nú á sínu 16 ári. Fyrirtækið tók þátt í þeirri uppsveiflu sem varð á fasteignamarkaðnum og hefur stækkað, minnkað og stækkað í samræmi við það. Upphaflega opnaði fyrirtækið í Skipholti 29a á annari hæð í húsi sem oft er kennt við Opal sælgætisverksmiðjuna sem áður var þar til húsa. Fyrirtækið óx og stækkaði ört og árið 2005 fluttist starfsemin upp í Síðumúla 13, en þá voru starfsmenn orðnir á annann tuginn.  Í kjölfar samdráttar í framhaldi bankahrunsins var fljótlega tekin ákörðun um að minnka aftur við sig húsnæði, enda samdráttur gríðarlegur. Þá vildi svo skemmtilega til að gamla húsnæðið okkar í Skipholti 29a hafði losnað skömmu áður og þangað fluttum við. Í upphafi árs 2012 urðu svo aftur breytingar á húsnæðismálum fyrirtækisins þegar það flutti í glæsilegt húsnæði á 2. hæð að Suðurlandsbraut 22.  Í janúar 2017 fluttist fyrirtækið svo í eigið húsnæði á Grensásvegi 3, 2. hæð. Starfsmenn í dag eru átta talsins og eru þar af  sex löggiltir fasteignasalar og lögfræðingur.  Heimili er í Félagi fasteignasala og hefur verið frá stofnun, Finnbogi er auk þess varaformaður Félags Fasteignasala.


Eigendur Heimili fasteignasölu, og rekstraraðilar, eru Bogi Pétursson og Finnbogi Hilmarsson, sem er annar stofnanda fyrirtækisins, báðir löggiltir fasteignasalar. Báðir hafa unnið lengi við fasteignasölu, Bogi frá 1997 og Finnbogi frá 1994. Finnbogi hefur síðastliðin ár verið í stjórn Félags fasteignasala og er núverandi varaformaður félasins.  Við gerum okkur fulla grein fyrir því hve stór og mikil ákvörðun það er þegar haldið er af stað í sölu eða kaupferli á fasteign. Þess vegna höfum við frá upphafi lagt mikla áherslu á vönduð og örugg vinnubrögð í öllu sölu eða kaupferlinu. Við leggjum áherslu á hátt þjónuststig og greiðan aðgang að starfsmönnum, nánast hvenær sem er. Fasteignakaup geta vissulega reynt á, en ferlið getur verið bráðskemmilegt ef vel er utan um það haldið allt frá byrjun.

Við bjóðum nýja og gamla viðskipta vini ávallt velkomna til skrafs og ráðagerða og bjóðurm alltaf upp á nýtt hressandi kaffi.

Kveðjur

Bogi og Finnbogi

Heimili fasteignasala - á traustum grunni.