530-6500

Bogi Pétursson

Lögg. fasteignasali

Finnbogi Hilmarsson

Lögg. fasteignasali

Hvernig var fasteignamarkaðurinn í september ?

 

Samkvæmt Þjóðskrá Íslands var fjöldi þinglýstra kaupsamninga í september  á höfuðborgarsvæðinu í 534, eða 133 á viku. Heildarvelta nam 18,9 milljörðum króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning var 35,4 milljónir króna.Heildarvelta nam 18,9 milljörðum króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning var 35,4 milljónir króna. Viðskipti með eignir í fjölbýli námu 12,1 milljarði, viðskipti með eignir í sérbýli 4,7 milljörðum og viðskipti með aðrar eignir 2 milljörðum króna.

Þegar september 2014 er borinn saman við ágúst 2014 fjölgar kaupsamningum um 7,2% og velta eykst um 7,4%. Í ágúst 2014 var 498 kaupsamningum þinglýst, velta nam 17,6 milljörðum króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning 35,3 milljónir króna.

Makaskiptasamningar voru 19 í september 2014 eða 3,8% af öllum samningum. Í ágúst 2014 voru makaskiptasamningar 11 eða 2,3% af öllum samningum. Í september 2013 voru makaskiptasamningar 16 eða 3,3% af öllum samningum. Makaskiptasamningur er þegar hluti kaupverðs er greiddur með annarri fasteign. Upplýsingar um makaskiptasamninga eiga eingöngu við um íbúðarhúsnæði.

Þegar september 2014 er borinn saman við september 2013 fjölgar kaupsamningum um 3,5% og velta eykst um 16,2%. Í september 2013 var 516 kaupsamningum þinglýst, velta nam 16,3 milljörðum króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning 31,5 milljónir króna.


Til baka