530-6500

Bogi Pétursson

Lögg. fasteignasali

Finnbogi Hilmarsson

Lögg. fasteignasali

Bjart fram undan á fasteignamarkaði.

Á morgunverðarfundi hjá Landsbankanum nú í vikunni ræddi Ari Skúlason, hagfræðingur, um núverandi stöðu á fasteignamarkaði og það sem við mættum eiga von á á næstu árum.

Ari sagði flesta þætti vísa á frekari verðhækkanir. Staða heimilanna hefði batnað mikið, kaupmáttur hefði aukist, framboðið væri minna en eftirspurn og aukin samkeppni væri á íbúðalánamarkaði. Þá hefðu vextir lækkað og veðhlutföll hækkað og aðgangur að lánsfé væri tiltölulega auðveldur. Fleira kæmi til, s.s. innflutningur á vinnuafli sem að þessu sinni væri vegna verkefna í þéttbýli en ekki við virkjanir uppi á hálendi og því þyrfti venjulegar íbúðir fyrir fólkið, en ekki vinnubúðir við framkvæmdasvæðið.

Ari sagði að fasteignaverðið væri ekki komið úr samhengi við aðrar stærðir í hagkerfinu, t.d. kaupmátt eða byggingakostnað. Aðrir þættir efnahagslífsins væru líka á fleygiferð. Umræða um bólumyndun á fasteignamarkaði væri því ekki tímabær í augnablikinu.

Ari ræddi töluvert um byggingamarkaðinn. Þrátt fyrir að lengi hafi verið rætt um skort á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu væru ekki merki um að brugðist hefði verið við með því að byggja meira. Þvert á móti ríkti stöðnun á þessum markaði. Fyrir hrun hafi verið byggt of mikið. Nú væri frekar hætta á að of lítið væri byggt.  Frekari upplýsingar má finna á vef Landsbankans.


Til baka