Heimili fasteignasala, s: 530-6500, kynnir í einkasölu vel skipulagt einbýli með tvöföldum bílskúr við Jörfagrund, 116 Kjalarnesi. Eignin er á 980 fm lóð og birt stærð séreignar er 256,4 fm þar sem íbúðarrými er skráð 203,1 fm og bílskúr 53,3 fm.
Komið inn í flísalagt anddyri. Inn af anddyri er gestasnyrting og þvottahús. Frá þvottahúsi er innangengt í rúmgóðan bílskúr sem og út í bakgarð eignar. Eldhús er rúmgott, með tveimur gluggum, góðri innréttingu, borðkróki, búrskáp og eyju. Flíslagt er á milli borðplötu og efri skápa í eldhús. Stofa er á tveimur pöllum, á þeim neðri er setustofa með arin og á efri palli er borðstofa. Á gólfum í anddyri, gestasnyrtingu, eldhúsi og stofum eru flísar. Frá borðstofu er útgengt á rúmgóða verönd sem snýr til vesturs. Svefnherbergi eignar eru fjögur talsins og eru inn á sér gangi sem er með parketi á gólfi, panil í lofti og innfelldri lýsingu. Yfir gangi er einnig ágætt geymsluloft. Aukin lofthæð er í hluta hússins og hefur verið útbúið svefnloft í tveimur barnaherbergjanna og nýtanlegir fermetrar í þeim herbergjum því fleiri en uppgefinn fermetrafjöldi segir til um. Hjónaherbergi er bjart, með útgengi á fyrrgreinda verönd og með innangengu fataherbergi. Að sögn seljanda var það rými upphaflega hugsað sem snyrting/bað og eru lagnir til staðar til að útbúa snyrtingu í því rými. Á gólfum í svefnherbergisgangi, barnaherbergjum og hjónaherbergjum er parket. Baðherbergi eignar er flísalagt í hólf og gólf, er með góðri innréttingu, hornbaðkari, stórum flísalögðum sturtuklefa, handklæðaofni og glugga með opnanlegu fagi. Loks er ágæt geymsla inn af svefnherbergisgangi. Loft og raflagnir eru ókláraðar í stofu, eldhúsi og bílskúr en mun seljandi afhenda eignina full frágengna og skráða á byggingar- og matsstigi sjö.
Eigninni fylgir fallegur garður og er rúmgóð innkeyrsla sem er hellulögð. Þá er einnig steypt hjólageymsla í innkeyrslu.
Falleg og vel skipulögð eign á rólegum stað.
Nánari upplýsingar veitir Brynjólfur Snorrason, lgfs. s: 896-2953, brynjolfur@heimili.is.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Heimili fasteignasala
bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.000,- fyrir hvert skjal.Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.