Heimili fasteignasala, s: 530-6500, kynnir til sölu góða þriggja herbergja íbúð á annari og þriðju hæð í fallegu timbuhúsi við Njálsgötu í 101 Reykjavík. Eignin er skráð skv. FMR 55,9 fm að stærð en sérgeymsla íbúðar er ekki inni í birtri stærð og efri hæðin er mikið til undir súð þ.a. nýtanlegir fermetrar eru fleiri.
Gengið inn séreign um sameiginlegan inngang á bak við hús. Eldhús er með eldri innréttingu, ágætum borðkrók og glugga til norðurs. Stofa- og borðstofa eru samliggjandi, eru með upprunalegum timburfjölum á gólfi og í setustofu er góður horngluggi. Baðherbergi er með steyptu gólfi, opnanlegu fagi, ágætri eldri innréttingu og sturtuklefa. Svefnherbergi eignar eru á efri hæð séreignar sem gengið er upp í um L-laga timburstiga. Á efri hæð er ágætt hol og svefniherbergin eru þar til sitt hvorrar handar. Í kjallara er sérgeymsla eignar sem er ekki inni í birti fermetratölu og þar er sameiginlegt þvottahús eignar.
Á bak við húsið er loks sameiginlegur garður og sameiginleg timburverönd.
Falleg eign með mikla möguleika í hjarta Reykjavíkur.
Allar nánari upplýsingar veitir Brynjólfur Snorrason, löggiltur fasteignasali, s: 896-2953, brynjolfur@heimili.is
Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Heimili fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
- Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlufall af fasteignamati. Stimilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
- Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.000,- fyrir hvert skjal.
- Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
- Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.