Heimili fasteignasala kynnir í einkasölu: Glæsileg 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í lyftuhúsi. Frábær staðsetning í miðborginni.
Komið er inn í parketlagt hol þar sem er góð vinnuaðstaða. Björt og rúmgóð parketlögð stofa, útgengi út á svalir í suður. Eldhúsið er parketlagt og opið við stofuna, falleg ljós viðarinnrétting. Herbergi með parketi og skáp. Stórt og bjart hjónaherbergi með parketi og skápum. Baðherbergi með flísum, falleg innrétting og sturtuklefi, tengi fyrir þvottavél og þurkara. Góður nýlegur fastaskápur er á stigapallinum fyrir framan inngang íbúðarinnar. Sameign hússins er sérlega snyrtileg. Í kjallara er sameiginlegt þvottahús, sérgeymsla og hjólageymsla. Íbúðin er í sérlega fallegu húsi í göngufæri við miðborgina. Mögulegt að kaupa með hluta innbús.
Allar frekari upplýsingar veitir Finnbogi Hilmarsson fasteignasali, finnbogi@heimili.is