Heimili fasteignasala kynnir í einkasölu. Fallegt og vel staðsett 223 fm 6-7 herb parhús á 2 hæðum með bílskúr á fallegum útsýnisstað í Borgarhverfinu í Grafarvogi.
Á efri hæð eru tvö rúmgóð svefnherbergi, snyrting og fallegt og rúmgott alrými með opinni stofu og eldhúsi, aukin lofthæð er í rýminu og gott útsýni að Esju. Útgengi úr stofu á svalir.
Á neðri hæð er rúmgóð sjónvarpsstofa, útgengt út í góðan garð með síðdegissól. Tvö rúmgóð svefnherbergi ásamt baðherbergi, þvottahúsi og fataherbergi.
Góð aðkoma er að húsinu þar er hellulagt 150 fm bílaplan með snjóbræðslu. Afgirt verönd til suðurs fyrir framan hús. Bílskúr með heitu og köldu vatni ásamt rafmagni. Efri hæð:Forstofa: Flísar á gólfi, fataskápur.
Hol: úr forstofu er komið inn í gott hol, þaðan er gengið inn í tvö svefnherbergi. Annað vinstra megin og hitt á móti. Úr holi er gengið tréstiga niður á neðri hæð.
Herbergi I: Bjart og rúmgott með hornglugga. Parket á gólfi.
Herbergi II: Bjart og rúmgott með hornglugga. Skápur. Parket á gólfi.
Gestasalerni: Flísar á gólfi, salerni, vaskur, nett innrétting undir glugga. Gluggi bæði rammi og gler nýlega endurnýjaður.
Stofa/borðstofa: Rúmgott og bjart alrými með samliggjandi stofu/borðstofu. Stofa með aukinni lofthæð og innfeldri lýsingu, hvíttaður panell í lofti. Útgengt er út á norður svalir úr stofu. Fallegir horngluggar. Parket á gólfi.
Eldhús: Falleg ljós viðarinnrétting með efri og neðri skápum. Góð vinnuaðstaða. Ofn í vinnuhæð, gas-helluborð, háfur og uppþvottavél. Mustang náttúruflísar á gólfi.
Neðri hæð:Fjölskyldurými: Rúmgóð sjónvarpsstofa og góð setustofa í opnu rými. Útgengt út í garð, parket á gólfi.
Hjónaherbergi: Er inn af sjónvarpsstofu. Innangengt í gott fataherbergi með skápum upp í loft. parket á gólfi.
Herbergi III: Bjart og rúmgott með hornglugga. Parket á gólfi.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf. Sturta með glerveggjum. Upphengt salerni og baðinnrétting með góðu skápaplássi, spegli og innfeldri lýsingu. Gólfhiti.
Þvottahús: Sérþvottahús. Aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara í þægilegri innréttingu. Gott vinnuborð. Vaskur. Flísar á gólfi.
Bílskúr: 28 fm, að hluta til flotað gólf. Heitt og kalt vatn ásamt rafmagni. Tveir gluggar.
Garður: Við húsið eru þrír sólpallar sem tengjast á suð/vestur og norður hliðar hússins.
Frábær staðsetning á fallegum útsýnisstað í Grafarvoginum með leikskóla og grunnskóla í göngufjarlægð. Einnig er Spöngin í grendinni með alla þá þjónustu sem hún hefur uppá að bjóða.
Nánari upplýsingar um eignina veitir Sigríður Lind Eyglóardóttir lgf, [email protected] / 8994703
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Heimili fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar í samræmi við gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda er kr. 79.900.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.
Heimili fasteignasala – á traustum grunni í 20 ár.
Grensásvegi 3, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Upplýsingar um starfsfólk má finna á heimasíðu Heimili og á Facebook.