*** HÚSIÐ ER SELT ***
Þetta glæsilega einbýlishús stoppaði stutt í sölu og fengu færri en vildu. Bókið frítt verðmat á ykkar fasteign í síma 898-2017 eða [email protected]
Eftirtektarvert einbýlishús á ævintýralegum stað í næsta nágrenni við stærstu hraunafjöru landsins með fjölbreyttu fuglalífi allt árið um kring.Heimili fasteignasala kynnir í einkasölu glæsilegt og fjölskylduvænt 229,3 fermetra steypt einbýlishús á tveimur hæðum við Íragerði 6 á Stokkseyri. Fjögur svefnherbergi, tvær stofur, tvö baðherbergi. Rúmgóður bílskúr með tveimur bílskúrshurðum. Einstök staðsetning á sjávarlóð með stórkostlegu útsýni yfir sjóinn og fjöruna. Skjólgóður og fallegur garður með trjágróðri, grasbletti og stórum sólríkum viðarpalli með heitum potti.
Nánari lýsing neðri hæð:Forstofa: Með góðum fataskáp og fallegum náttúru steinflísum á gólfi.
Forstofuherbergi: Bjart og gott herbergi með tveimur gluggum og parketi á gólfi.
Gestasnyrting: Innangengt úr forstofu, endurnýjað fyrir nokkrum árum. WC og sturta, flísar á gólfi og veggjum, handklæðaofn, gólfhiti, innrétting við vask og gluggi.
Hol: Með parketi á gólfi. Gengið úr holi upp fallegan teppalagðan steyptan stiga með veglegu viðar handriði á efri hæð. Innangengt í bílskúr úr holi.
Þvottaherbergi: Með flísum á gólfi, góð innrétting, vinnuborð og vaskur. Tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Út gengi í bakgarð. Geymsla er inn af þvottahúsi
Eldhús: Sélega rúmgott og bjart, vönduð sérsmíðuð innrétting með granítborðplötu. Mósaík flísar á milli skápa. Nýlegur Zimens bakarofn í vinnuhæð, DeDietrich örbylgjuofn, helluborð og háfur. Rúmgóður borðkrókur með stórum glugga. Flísar á gólfi, gólfhiti.
Stofa: Með parketi á gólfi. Rúmgóð og björt með stórum gluggum og út gengi á skjólgóðan pall með heitum potti.
Bílskúr: Innbyggður, með nægu plássi fyrir vinnuaðstöðu, stærð 41,6 fm. Tvær bílskúrshurðir önnur með fjarstýrðum hurðaopnara. Hellulögð stór innkeyrsla.
Nánari lýsing efri hæð: Efri hæðin er að hluta til undir súð og skiptist í 3 svefnherbergi, baðherbergi og stóra stofu.
Stofa: Rúmgóð og notaleg stofa að hluta undir súð. Stórir gluggar til suðurs sem hleypa mikilli birtu inn. Loftið klætt með fallegum viðar panel og stórum viðarbitum. Glæsilegur arinn og aukin lofthæð. Gluggar til suðurs og útgengi á rúmgóðar flísalagðar suðursvalir með stórkostlegu útsýni yfir sjóinn og fjöruna. Á gólfi eru þykk teppi og flísar.
Hjónaherbergi: Hjónaherbergið er bjart og fallegt, rúmgott með góðum sérsmíðuðum fataskápum, loftið panelklætt og parketi á gólfi.
Baðherbergi: Bjart og fallegt baðherbergi, flísalagt bæði gólf og veggir, glæsileg sérsmíðuð baðinnrétting úr peruviði, wc og baðkar.
Herbergi á neðri palli: Tvö sérlega rúmgóð svefnherbergi, fataskápur er í öðru þeirra. Spónarparket á gólfum.
Hús að utan: Húsið hefur fengið mjög gott viðhald í gegnum árin. Að sögn eiganda var húsið málað að utan 2021. Gluggar utandyra hafa verið málaðir reglulega. Þakið er viðhaldsfrítt, klætt með aluzink og var endurnýjað fyrir nokkrum árum. Lóðin, sem er 887,0 fm er sérlega snyrtileg og frágengin með hellulögn fyrir framan hús. Rúmgóður afgirtur sólpallur er á baklóð með heitum potti. Út gengi úr þvottaherbergi í bakgarð.
Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Anna Sigurðardóttir lgf. S. 898-2017 / netfang [email protected] Til fróðleiks
Litlu þorpin á Suðurlandi er draumastaður sífellt fleiri fjölskyldna enda dýrmætt að geta alið upp börnin sín í næsta nágrenni við ósnortna náttúru. Á Stokkseyri búa 559 manns í heillandi þorpi sem er þekkt fyrir fuglalíf, fagra fjöru og öflugt lista- og menningarlíf. Gömul vinnslustöð fyrir sjávarafurðir hefur nú öðlast nýtt líf sem Menningarverstöðin og hýsir vinnustofur, gallerí, Draugasafnið og Álfa- og Norðurljósasafnið. Á Stokkseyri er Veiðisafnið sem er með uppstoppuð dýr til sýnis, bæði fugla og spendýr. Í þorpinu er ein fallegasta fjara landsins og er mikil upplifun að fá að sigla með henni á kajökum. Einn rómaðasti sjávarréttastaður landsins er á staðnum ásamt útisundlaug með rennibraut, vaðlaug og tveimur heitum pottum.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Heimili fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar í samræmi við gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda er kr. 79.900.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.
Heimili fasteignasala – á traustum grunni í 20 ár.
Grensásvegi 3, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Upplýsingar um starfsfólk má finna á heimasíðu Heimili og á Facebook.