Austurvegur 54, 800 Selfoss
Tilboð
Atvinnuhús/ Lager - Iðnaðarhúsnæði
0 herb.
403 m2
Tilboð
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
1994
Brunabótamat
114.450.000
Fasteignamat
52.250.000


Heimili fasteignasala kynnir til sölu  Austurveg 54, 800 Selfossi sem er  403,6 fm stálgrindarhús á steyptum grunni með mikla stækkunarmöguleika.  Lóðin er 1531 fm að stærð og  leyfilegt viðbótar byggingarmagn á lóðinni samkvæmt nýju deiliskipulagi er 2199,4 fm.  Samtals stærð eignar að loknum byggingarframkvæmdum verður því 2603 fm, húsið má vera fjórar hæðir, með 13 m hámarks þakhæð.  Húsið er að hluta til á tveimur hæðum og er í dag nýtt undir verkstæði, lager og skrifstofur. Húsið er klætt málmklæðningu að utan og er með stórum aksturshurðum beggja megin hússins. Húsið er einangrað í þaki og í veggjum með steinull milli timburrása og klæðning tækjasals/verkstæðis er í flokki 1.

Frekari upplýsingar veitir Anna Sigurðardóttir lgfs., s: 898-2017, [email protected]


Nánari lýsing:
Fyrsta hæð er skráð 267,6 fm að stærð og þar af er tækjasalur/verkstæði 156 fm, með stórum aksturshurðum í norður og suður,  Í rýminu er  auk þess 60 fm óskráð milliloft.  Á fyrstu hæð eru einnig verslunarrými með stórum gluggum sem snúa út að Austurvegi  Auk þess er rúmgott eldhús /kaffistofa með góðri eldhúsinnréttingu og lítið WC.

Önnur hæð er skráð 136 fm að stærð og þar eru tvö stór og smekklega innréttuð herbergi með góðum gluggum sem snúa að Austurveginum. Loft í herbergjum eru hvítmáluð og á gólfi er parket.  Á efri hæð eru einnig rúmgóðar geymslur/ lager og býður  hæðin upp á fjölbreytta nýtingarmöguleika t.d. sem skrifstofuhúsnæði eða litlar íbúðir/herbergi til útleigu.

Lóðin er sem fyrr segir 1531 fm. að stærð og er leyfilegt byggingarmagn skv. nýju deiliskipulagi 2603 fm, fjórar hæðir og með 13m hámarks þakhæð. Svæðið þ.e. Austurvegur 52-60a er uppbyggt að hluta til en með nýju deiliskipulagi eru skilgreindar byggingarheimildir fyrir lóðir svæðisins. Samkvæmt aðalskipulagi er gert ráð fyrir styrkingu miðbæjar Selfoss sem aðalþjónustusvæðis alls sveitarfélagsins með miðstöð stjórnsýslu, verslunar, skrifstofu, þjónustu-og menningarstofnana, veitingarekstri auk nokkurrar íbúðabyggðar.  Í byggingarskilmálum er gert ráð fyrir verslun og þjónustu á jarðhæð bygginga, svo sem verslanir, skrifstofur, þjónustustofnanir, hótel, veitinga- gistihús, menningarstofnanir og önnur hreinleg atvinnustarfsemi sem talin er samræmast  eðli starfsemi miðsvæðis. Heimilt er að hafa íbúðir á jarðhæð til suðurs og á efri hæðum bygginga.

Spennandi eign  sem bíður upp á mikla möguleika í heillandi umhverfi skammt frá bökkum Ölfusár í ört stækkandi metnaðarfullu bæjarfélagi.
 

 


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Heimili fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar í samræmi við gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda er kr. 79.900. 
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.
 
Heimili fasteignasala – á traustum grunni í 20 ár.
Grensásvegi 3, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Upplýsingar um starfsfólk má finna á heimasíðu Heimili og á Facebook.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.