Heimili fasteignasala og Anna Laufey Sigurðardóttir lgf. kynna fallega tveggja herbergja 56,2 fermetra íbúð á jarðhæð í litla Skerjafirði. Íbúðarrýmið er 40,5 fm ásamt geymslu / vinnuherbergi sem er sérstæður skúr á lóðinni 15,7 fm.
***ÁHUGASAMIR VINSAMLEGAST BÓKIÐ SKOÐUN HJÁ [email protected] eða í síma 696-5055 ***Eignin telur 56,2 fm samkvæmt þjóðskrá og skiptist þannig, íbúðarrými 40,5 fm. sem skiptist í forstofu, eldhús og stofu í sama rýminu, eitt svefnherbergi og lítið baðherbergi. Rúmgóður geymsluskúr/tómstundaherbergi er á lóðinni 15,7 fm. með rennandi vatni og frárennsli.
Húsið er bárujárnsklætt timburhús. Gengið er inn í íbúðina á jarðhæð, bak við hús. Komið er inn í opna og rúmgóða stofu / eldhús með miklu skápaplássi, eitt svefnherbergi er í íbúðinni með miklu skápaplássi, vel skipulagt baðherbergi með sturtuklefa, þvottavél og þurrkara. Á baðherberginu er nýr vaskur og blöndunartæki, ný sturta og góður skápur fyrir ofan vask. Gólfhiti er í allri íbúðinni.
Vinnuherbergi (15.7m) er í viðbyggingu með gólfhita, rennandi vatni, og litlum ísskáp. Stór sameiginlegur garður tilheyrir húsinu, helmingur af garði (450fm) er í eigu efstu hæðar, en óheimilt er að byggja þar.
Eign á eftirsóttum stað í rólegu hverfi þar sem stutt er í leikskóla, Háskóla Íslands, World Class og Grósku. Stutt er að ganga út að sjó og strætó stoppar mjög nálægt íbúðinni. Að sögn eiganda var bárujárn utan á húsi ásamt þakjárni og gluggum endurnýjað fyrir rúmlega 20 árum. Ráðstafanir hafa verið gerðar fyrir endurnýjun á gluggum sumarið 2023, ásamt möguleika á hreinsun á þaki og þakrennum. Húsfélagssjóður verður notaður í það, ásamt láni sem húsfélagið tekur. Skólplagnir voru myndaðar í apríl 2021, til er upptaka af skoðuninni.
Það eru leigjendur í íbúðinni með samning út ágúst 2023 með möguleika á framlengingu.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Heimili fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar í samræmi við gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda er kr. 79.900.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.
Heimili fasteignasala – á traustum grunni í 20 ár.
Grensásvegi 3, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Upplýsingar um starfsfólk má finna á heimasíðu Heimili og á Facebook.