Rjúpuflöt 2, 311 Borgarnes
78.900.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á einni hæð
4 herb.
270 m2
78.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
2022
Brunabótamat
141.850.000
Fasteignamat
96.600.000

Heimili fasteignasala kynnir í einkasölu:  Nýbyggt og fallegt einbýlishús með bílskúr við Rjúpuflöt 2, 311 Borgarnes. Afhent fullklárað og fullbúið með innréttingum og gólfefnum. 
Eignin skiptist í forstofu, rúmgott opið rými með stofu, borðstofu og eldhúsi. Þrjú svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús/geymsla og bílskúr.
Lóð umhverfis verður skilað grófjafnaðri með 76 fm sólpalli. 

Nánari lýsing:
Komið er inn í rúmgott anddyri með flísum á gólfi. Þaðan opnast inn í stórt og bjart opið rými þar sem er eldhús, stofa og borðstofa. Stórir gólfsíðir gluggar. Aukin lofthæð, innfelld lýsing í lofti. Gólfhiti, parket á gólfi.
Úr stofu, eldhúsi og baðherbergi er útgengt út á 76 fm sólpall.  Þrjú góð svefnherbergi eru í húsinu einnig með aukinni lofthæð og innfelldri lýsingu. Parket á gólfi.  Baðherbergi er fullbúið. Létt innrétting með handlaug. Flísar á gólfi og veggjum, walk-in sturta með glervegg. 


Upplýsingar úr skilalýsingu eignar: 
  • Aukin lofthæð í öllum rýmum og innfeld lýsing í loftum. Gólfhiti er í öllu húsinu. 
  • Húsið er afhent með 10 mm eikarparketi frá Álfaborg á öllum rýmum ( stofa, borðstofa,eldhús,svefnherbergi ) 
  • Forstofa, baðherbergi og þvottaherbergi ásamt bílskúr er afhent flísalagt með flísum frá Álfaborg.
  • Eldhúsinnrétting steingrá frá Ikea. Heimilistæki að Electrolux gerð fylgja með. Helluborð, háfur, bakarofn, uppþvottavél og ísskápur.
  • Innihurðar eru yfirfelldar eikarhurðar. Baðinnrétting/ blöndunartæki frá Bauhaus.
  • Gófflötur í sameiginlegu rými er 45 fm.
  • Svefnherbergi I, stærð 10,3 fm. Svefnherbergi II, stærð 12,3 fm. Svefnherbergi III, stærð 12.5 fm.
  • Baðherbergi stærð 7 fm.
  • Þvottahús/geymsla stærð 7 fm.
  • Bílskúr stærð 30,6 fm.
Áætlað fasteignamat fyrir 2024 kr 62.000.000
Eignin er afar vel staðsett í friðsælu nýju hverfi á Hvanneyri. Stórkostlegt útsýni. Leikskóli og grunnskóli í göngufæri. 

Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Sigríður Lind Eyglóardóttir löggiltur fasteignasali, [email protected] / 8994703. 


 


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Heimili fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar í samræmi við gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda er kr. 79.900. 
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.
 
Heimili fasteignasala – á traustum grunni í 20 ár.
Grensásvegi 3, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Upplýsingar um starfsfólk má finna á heimasíðu Heimili og á Facebook.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.