Álfheimar 38, 104 Reykjavík (Vogar)
66.900.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með sameiginlegum inngangi.
3 herb.
92 m2
66.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1958
Brunabótamat
38.000.000
Fasteignamat
61.850.000

Heimili fasteignasala kynnir í einkasölu bjarta og rúmgóða 4ra herbergja íbúð við Álfheima 38 í Reykjavík.  Íbúðin er á þriðju hæð. Skv. Þjóðskrá Íslands er eignin skráð 92,9 fm. og þar af er 3,9 fm. geymsla. 
Frábær staðsetning í barnvænu hverfi rétt við Laugardalinn, stutt í skóla, leikskóla, sund og frábært útivistarsvæði.
Lýsing eignar: 
Komið er inn í parketlagða forstofu/hol. 
Eldhús á hægri hönd frá forstofu, ljós viðarinnrétting, eldri efri skápar, parket á gólfi, stálborðplötur, borðkrókur, gluggi.  
Úr holi er opið inn í bjarta stofu/borðstofu með stórum gluggum er vísa til suðurs. 
Hjónaherbergi er mjög rúmgott, með útgengi út á suður svalir, parket á gólfi. Eldri skápar. 
Svefnherbergi 1 bjart með nýlegum skápum. Parket á gólfi. 
Svefnherbergi 2 bjart og rúmgott. Parket á gólfi, (ekki mynd í auglýsingu)
Baðherbergi málaðar flísar, baðkar, innrétting undir vaski og á vegg. Flísar á gólfi.

Geymsla er í kjallara hússins ásamt sameiginlegu þvottahúsi, hjóla og vagnageymslu. Sameiginleg lóð og bílastæði við húseign.
Tvær fullbúnar rafhleðslustöðvar við húseign, búið er að leggja að rafmagn fyrir tvær til viðbótar. 

Viðhald hússins:
2023 Alhliða múrviðgerð og málun utanhúss.
2022 Sprunguinndæling og þétt meðfram lofttúðum á þaki.
2019 Nýtt þakjárn.

Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Sigríður Lind löggiltur fasteignasali, [email protected]/ 8994703 


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Heimili fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar í samræmi við gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda er kr. 79.900. 
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.
 
Heimili fasteignasala – á traustum grunni frá 2002.
Grensásvegi 3, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Upplýsingar um starfsfólk má finna á heimasíðu Heimili og á Facebook.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.