Hagasel 38, 109 Reykjavík
Tilboð
Einbýli
8 herb.
408 m2
Tilboð
Stofur
3
Svefnherbergi
5
Baðherbergi
3
Inngangur
Sér
Byggingaár
1985
Brunabótamat
92.000.000
Fasteignamat
146.240.000

Heimili fasteignasala kynnir í einkasölu: Hagasel 38 - Vel staðsett einbýlishús á tveimur hæðum ásamt tvöföldum bílskúr og stórum kjallara. Staðsetning innst í botnlanga í Hagaseli, stutt í skóla, leikskóla og ýmsa þjónustu í næsta nágrenni.
Eign sem hefur ýmsa möguleika, m.a. allt að 6-7 svefnherbergi.

Bókið skoðun Gunnlaugur  A. Björnsson fasteignasli sími 6175161 [email protected]  eða Finnboga Hilmarssyni fasteignasala, [email protected]


Heildarstærð hússins er 408,5 fm. Samkvæmt HMS skiptist hún þannig; jarðhæð hússins 108,3 fm, efri hæð 86,6 fm, bílskúr 65,2 fm, geymsla undir bílskúr 65,2 fm og geymslukjallari sem er undir hluta hússins 83,2 fm.
Skipulag er eftirfarandi: Komið er inn á jarðhæðina, þar er forstofa, gestasnyrting, hol, eldhúsi, borðstofu og stofa, þvottahús og svefnherbergi. Mögulegt að minnka stofu og bæta við herbergi þar. Á efri hæð eru; sjónvarpsrými (gæti verið herbergi), fjögur rúmgóð svefnherbergi, baðherbergi og gangur. Frá gangi er hægt að ganga út á þak bílskúrsins og víða í nágrenninu hafa verið settir sólpallar ofan á þakið. Skipulag er aðeins breytt frá upphaflegri teikningu.

Nánari lýsing eignar:
Komið er inn í bjarta flísalagða forstofu með fatahengi. Inn af forstofu er gestasnyrting með flísum á gólfi. Hol með parketi. Eldhús er bjart með hvítri innréttingu og flísum á gólfi, tengi fyrir uppþvottavél og opið inn í borðstofu. Stofa og borðstofa með parketi á gólfi, gengið út á sólpall og þaðan út á lóðina. Þvottahúsið með flísum á gólfi og útgengi út á innkeyrsluna. Svefnherbergi með parketi. Undir stiga er lítil geymsla.
Úr holinu er gengið upp á efri hæðina.
Rúmgott og bjart sjónvarpsrými, útgengi út á þak bílskúrsins. Fjögur rúmgóð svefnherbergi með parketi, öll nokkuð rúmgóð. Baðherbergi er upprunalegt með baðkari, sturtu og innréttingu.
Kjallari:
Geymslurými er undir stærstum hluta eignarinnar, að hluta með fullri lofthæð. Geymsla undir bílskúrnum er með fullri lofthæð, úr geymslunni er innangengt í geylsuma undir húsinu.
Bílskúrinn er rúmgóður með gluggum, 3-fasa rafmagni, heitu og köldu vatni, salerni, lökkuðu gólfi og stóru geymslurými undir gólffletinum. Stórt bílastæði er fyrir framan húsið. Bílskúrinn hefur verið notaður fyrir iðnað.

Um er að ræða reisulegt og vel skipulagt einbýlishús með bílskúr sem býður upp á ýmsa möguleika á góðum og rólegum stað Seljahverfi. Innst í botnlanga og stutt í skóla, leikskóla og ýmsa þjónustu í næsta nágrenni.

Allar frekari upplýsingar veitir Gunnlaugur  A. Björnsson fasteignasli sími 6175161 [email protected] eða Finnbogi Hilmarsson, fasteignasali.


Heimili fasteignasala - á traustum grunni frá 2002.  Vegna mikillar eftirspurnar á markaði vantar okkur fleiri eignir á söluskrá. Hafið samband í síma 530-6500 eða sendið okkur tölvupóst á [email protected] og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Heimili fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar í samræmi við gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda er kr. 79.900. 
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.
 
Heimili fasteignasala – á traustum grunni frá 2002.
Grensásvegi 3, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Upplýsingar um starfsfólk má finna á heimasíðu Heimili og á Facebook.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.